sunnudagur, febrúar 24, 2008

Það var svo gaman í gær. Ég, Karen, Helga og Ingibjörg hittumst heima hjá Karen og horfðum á Laugardagslögin - ég var mjög sátt við úrslitin, reyndar skil ég ekki þá sem kusu lag Dr. Gunna en þetta er frjálst land :). Eftir mikið spjall var förinni heitið á Nasa á Eurovisionball þar sem Palli var DJ. Það er svo frábært að fara á ball með honum, við vorum á dansgólfinu stanslaust í 2 tíma og meirihlutinn af lögunum voru auðvitað Eurovision lög. Palli sjálfur tók svo nokkur lög og þótt að ég vissi að Eurobandið og fleiri myndu koma og syngja fór ég heim um 2:30. Var eiginlega bara búin á því en ég hef sjaldan skemmt mér jafnvel. Elska að dansa við Eurovision lög.

Strákarnir sem dönsuðu við hliðina á okkur vöktu samt athygli mína. Ef þetta eru metro strákarnir í dag þá hefði mér aldrei dottið í hug (þ.e.a.s. þegar að maður var að svipast um eftir mannsefni :)) að líta tvisvar á svona hrikalega metro stráka. Ég sver það, ég er ekki ennþá viss hvort að þeir voru samkynhneigðir eða ekki og samt voru nokkrir þeirra að dansa mjög svo "áhugaverða" dansa við stelpur. Ekki það að ég vilji ekki að karlmenn hugsi um útlitið en mér fannst þetta bara svo fyndið að ég varð að minnast á það.

Setti inn nokkrar bumbumyndir í albúmið mitt, set link inn á það á síðunni hans Benedikts. Endilega kíkið á þær, finnst ég vera orðin frekar "stór" miðað við meðgöngulengd.