Helga, Ingibjörg og Karen komu í saumó til mín á fimmtudaginn. Alltaf gaman að hitta þær skvísur, mikið spjallað og borðað. Á föstudaginn fór ég síðan snemma heim úr vinnunni, var hálf slöpp með höfuðverk. Gat lagt mig um daginn og við hjónin ákváðum að kíkja í afmæli til vinar hans Árna um kvöldið. Afmælið var haldið á Nasa og þar sem að þetta var einkasamkvæmi reyktu allir inni, oj oj oj. Reykurinn fór alveg þvílíkt illa í mig enda vorum við ekki lengi.
Á laugardaginn leið mér ágætlega en um hádegið var þessi höfuðverkur kominn aftur ásamt hita þannig að ég eyddi laugardeginum og mestöllum sunnudeginum uppi í rúmi. Var með 39 stiga hita á tímabili og var í hálfgerðu móki allan tímann. En er semsagt núna glaðvakandi klukkan hálfeitt að nóttu til, er ekki með eins háan hita en er komin með kvef og allt sem því fylgir. Ætla ekki í vinnuna á morgun, vil frekar reyna að ná þessu úr mér almennilega í stað þess að láta mér slá niður.
Er bara að vona að Benedikt og Árni smitist ekki, erum að fara með Benedikt í myndatöku á föstudaginn þannig að hann þarf nú helst að vera frískur. Það var samt svo sætt í dag, ég er eiginlega ekkert búin að vera með hann alla helgina, bæði vegna veikindanna og líka til að smita hann ekki. Ég kíkti fram í ca. 10 mínútur í dag og hann skreið strax til mín og knúsaði mig þvílíkt. Awww, litla mömmuhjartað bráðnaði alveg.
mánudagur, mars 03, 2008
Birt af Inga Elínborg kl. 3/03/2008 12:34:00 f.h.
|