Eftir enn eina svefnlausa og verkjamikla nótt (þrátt fyrir að hafa tekið parkódín) fór ég til tannlæknisins míns og fékk græðandi grisju inn í sárið og vá hvað mér líður betur. En ég ákvað hinsvegar, í samráði við tannréttingarfræðinginn minn, að bíða með tannréttingarnar, allavega fram yfir fæðingu. Átti auðvitað að fara í aðra tanntöku á föstudaginn og þótt að það sé mjög ólíklegt að þetta gerist aftur (það á að myndast blóðköggull í sárinu en einhverra hluta vegna myndaðist hann ekki hjá mér) þá vil ég eiginlega ekki taka áhættuna á því. Er búin að taka 9 parkódín töflur á 3 dögum og er með geðveikt samviskubit yfir því. Betra að gera þetta þegar að ég má dæla í mig verkjatöflum :). Þannig að núna verð ég voðalega sæt svona tannlaus. Ekki búast við að ég brosi mikið á næstunni.
|