mánudagur, mars 17, 2008

Jæja, þá er fjölskyldan orðin frísk, þ.e.a.s. ég og Benedikt. Árni er ekki enn orðinn veikur (7-9-13) og við höldum í vonina að þar sem að hann fékk bólusetningu í haust þá muni hún duga. Benedikt varð semsagt veikur í seinustu viku en fór til dagmömmunnar í morgun. Okkur finnst það nú samt gott að þetta er í fyrsta skipti eftir áramót sem hann verður veikur.

Annars er nóg að gera þessa dagana, sérstaklega hvað varðar bumbuna :). Er í tveimur bumbugrúppum á netinu og það var hittingur hjá annarri í seinustu viku og svo hjá hinni á morgun. Voðalega gaman að hitta aðrar bumbulínur og spjalla um óléttuna. Við vorum svo í mæðraskoðun nr. 2 í dag og allt kom vel út. Hjartslátturinn heyrðist strax, sem betur fer.

Í kvöld ætla svo Hildur, Jósa og Edda að kíkja til mín, alltof langt síðan að við höfum hist. Ætla að gera eitthvað nammigott fyrir þær, alltaf gott að fá afsökun til að gera eitthvað "óhollt".

Páskarnir eru á næsta leiti og ég er búin að fá eitt páskaegg nr. 5 frá vinnunni, held að við látum það bara duga. Ég er ekkert fyrir nammi þessa dagana, nammigrísinn sjálfur, sem kemur mér voðalega mikið á óvart. Hinsvegar er ég komin með æði fyrir tómötum og borða alveg upp undir 6 á dag. Benedikt kemur heldur ekki til með að fá páskaegg, allavega ekki frá okkur. Hann er ekki einu sinni búinn að smakka súkkulaði þannig að það er algjör óþarfi.