Fór til tannlæknisins á hverjum morgni síðastliðnu viku til þess að skipta um grisju og setja nýja. Tók grisjuna svo sjálf úr í gærmorgun og vonandi er þetta að lagast. Þori eiginlega ekki að segja neitt meira til að "jinxa" ekki neitt.
Annars var vikan voðalega fín, kíkti í Tvö líf á miðvikudaginn og keypti mér rosalega flottan kjól, bol, peysu og óléttunærbuxur. Keypti mér aldrei þannig þegar að ég gekk með Benedikt þannig að þetta var í fyrsta skipti sem ég og Árni sáum svona flíkur. Árni sagði við mig að ég hefði ekkert þurft að kaupa þetta, hefði alveg eins getað notað tjaldið okkar :). En alveg þægilegustu nærbuxur í heimi. Hlakka líka svo til að fara í nýja kjólinn á árshátíð ÍE sem er næstu helgi. Palli verður DJ þannig að þetta verður geðveikt stuð.
Reyndar varð svo litli strumpurinn veikur á fimmtudag, ég var greinilega of fljót að hrósa happi með að hann hefur bara einu sinni verið veikur frá áramótum. En hann er að lagast núna og er svoooo pirraður yfir því að þurfa að hanga heima einn daginn enn. En þar sem að hann var hitalaus í gær þá ætlum við að kíkja eitthvað út á eftir, hann verður örugglega mjög sáttur.
sunnudagur, mars 30, 2008
Birt af Inga Elínborg kl. 3/30/2008 08:55:00 f.h.
|