miðvikudagur, apríl 02, 2008

Ég er svo sátt við vörubílstjóra og aðra þá sem standa í mótmælunum þessa dagana. Ég skil hinsvegar ekki fólk sem spyr hvort að það sé ekki komið nóg? Ríkisstjórnin er ekki að taka þessu nógu alvarlega ennþá og mér finnst að þessi mótmæli eigi að halda áfram þangað til að eitthvað verði gert. Jú, samgönguráðherra er búinn að tilkynna að verið sé að athuga úrbætur varðandi hvíldartímann en þeir eru að berjast fyrir svo miklu meira og þeir eru líka að mótmæla fyrir okkur. Mjög stolt af vörubílstjórum í dag :).