Nóg að gerast um helgina. Benedikt fór í sumarbústaðinn til tengdó á laugardagsmorguninn og við hjónin eyddum deginum í að þrífa íbúðina almennilega og hengja upp myndir, gardínur og vínrekka sem er búið að bíða síðan um jól. Greinilega mikil framtakssemi á þessu heimili :).
Seinna um daginn fórum við í tveggja ára afmæli til Hlyns, voða skrýtið að fara í barnaafmæli og vera ekki með barn, maður er svo afslappaður. Um kvöldið fórum við út að borða á Austur-Indía félagið með Karen og Grétari, ummm það er svo góður matur þar. Við vorum öll alveg útþanin eftir matinn en ákváðum að kíkja á eitthvað kaffihús og spjalla aðeins meira. Við erum greinilega orðin of gömul fyrir miðbæinn, okkur fannst svo mikill hávaði á Oliver að við löbbuðum þaðan út og entumst í svona hálftíma á Vegamótum en þá fannst okkur bara komið gott.
Benedikt kom svo ekki heim fyrr en um sexleytið í gærkvöldi þannig að við vorum án hans í einn og hálfan sólarhring sem er það lengsta sem við höfum verið án hans. En þegar að hann kom heim var hann kominn með 39,5 stiga hita og er voðalega lítill í sér í dag. Litla grey, vonandi batnar honum fljótt.
mánudagur, apríl 28, 2008
Birt af Inga Elínborg kl. 4/28/2008 09:29:00 f.h.
|