mánudagur, apríl 14, 2008

20 vikna sónarinn búinn og sem betur fer kom allt vel út. Litla krílið spriklaði fyrir okkur á fullu, var m.a.s. alltaf að veifa okkur og svo gleypti það legvatn líka. Ekkert smá sætt að sjá það hreyfa sig :). Við fengum að vita að fylgjan er aftaná en með Benedikt var hún framaná. Við erum rosa ánægð með það því að fylgjan er hálfgerður dempari og Árni fann t.d. ekki spörk með Benedikt fyrr en á 30. viku. Hann er hinsvegar strax búinn að finna spörk núna.
En núna er helmingurinn eftir, finnst þessi fyrri helmingur hafa liðið rosalega hratt. Ég er nú reyndar farin að finna meira fyrir bumbunni og er voðalega þreytt þessa dagana. Á laugardagsnóttina svaf ég t.d. í 10 tíma en lagði mig líka um daginn, Árni skilur ekkert hvernig ég get sofið svona mikið.