mánudagur, apríl 07, 2008

Það var svo gaman um helgina. Ég og Benedikt skelltum okkur í sumarbústað í Ölfusborgum með systrum mínum og börnunum þeirra. Það er alltaf svo gott að komast smá í sveitina, sáum fullt af yndislega sætum kanínum, ég var örugglega jafnhrifin af þeim og Benedikt :).

Við komum reyndar heim á laugardaginn því að ég og Árni fórum á árshátíð ÍE um kvöldið en Benedikt fór í næturpössun. Við skemmtum okkur alveg konunglega á árshátíðinni, maturinn var voða fínn, sérstaklega eftirrétturinn og skemmtiatriðin alveg frábær. Palli var DJ og Árni kom m.a.s. á dansgólfið og dansaði og þá er nú mikið sagt :). Alveg nauðsynlegt af og til að setja litla strumpinn í næturpössun og fara bara 2 út saman, njóta þess að vakna um morguninn og geta legið upp í rúmi að lesa og hafa það næs.

Annars er 20 vikna sónarinn á föstudag, getum varla beðið. Trúi varla að meðgangan sé hálfnuð. Vonandi kemur allt vel út en við ætlum heldur ekki að vita kynið á þessari meðgöngu þannig að forvitnir verða að bíða í 20 vikur í viðbót.