fimmtudagur, janúar 24, 2008

Eitthvað voðalega lítið að gerast hjá mér þessa dagana, fer í vinnuna og er með fjölskyldunni. Reyndar fór ég ekki í vinnuna í dag vegna þess að ég komst ekki í skóna mína. Fékk einhverja leiðinda vörtu á tábergið á annan fótinn og var að láta fjarlægja hana í gær. Er semsagt búin að vera draghölt í allan dag og gat ekki stigið í fótinn, hvað þá keyra í vinnuna. Fór nú reyndar í saumó í gær enda var ég ekki orðin svo slæm þá. Alltaf gaman að hitta vinkonurnar, spjalla saman og gæða sér á gómgæti.

En EM búið hjá okkur, þeir eru nú samt strákarnir okkar og munu alltaf vera það :). Er rosalega stolt af þeim þótt að þeir hefðu nú alveg mátt spila mikið betur. Vonandi komumst við bara á Ólympíuleikana og stöndum okkur vel. Hinsvegar fannst mér alveg sjást að Alfreð var búinn að taka þessa ákvörðun fyrir mótið, fas hans og hegðun er búið að vera allt öðruvísi á EM heldur en áður.