miðvikudagur, janúar 09, 2008

Þann 9. janúar 2007 kom Benedikt Einar í heiminn. Fyrir ákkurat ári síðan (+12 tímar) lá ég í rúmi á Fæðingardeildinni, Árni við hliðina á mér en litla karlinum var strax rúllað á Vökudeildina til að fylgjast með blóðsykursfalli. Ég gleymi því aldrei þegar að ég fékk hann á bringuna, svona pínulítill en alveg fullkominn. Hann fékk nú reyndar ekki að liggja lengi þar en pabbi hans fékk að halda á honum í ca. 2 mínútur. Barnalæknirinn var nú orðinn dálítið stressaður um að koma honum á Vöku og var alltaf að reyna að segja Árna að hann yrði að fara núna en Árni tímdi ekki að sleppa honum. Þegar að ég var búin að jafna mig fórum við á Vöku, svona aðeins til að kynnast honum betur en hann svaf bara á sínu græna. Við fórum svo á Fæðingardeildina aftur en ljósmóðirin mín var svo mikið yndi að hún samþykkti sko ekki að láta mig fara á Sængurkvennadeildina þar sem að allar konurnar yrðu með börnin sín hjá sér. Við fengum semsagt að sofa í eina nótt á Fæðingardeildinni, reyndar var nú ekki mikið sofið. Við lögðum okkur um 7 en vorum vakin kl. 8 þegar að Benedikt var rúllað inn. Alveg ótrúlegt hvað maður var þreyttur en jafnframt svo hamingjusamur. Fannst nú frekar skrýtið að vera allt í einu orðin mamma, hann kom líka 5 vikum fyrir tímann og þrátt fyrir að ég hafi farið þrisvar af stað þá vorum við t.d. ekki búin að pæla nógu vel í hvernig við vildum hafa fæðinguna og vorum ekki búin að kaupa neitt sem honum vantaði, fyrir utan nokkrar samfellur og buxur. En hann hefur svo sannarlega dafnað vel undanfarið ár og er auðvitað yndislegastur.

Héldum upp á afmælið hans á laugardaginn og auðvitað mætti heill her til að samgleðjast litla strumpinum. Hann var voðalega ánægður með daginn enda fékk hann heilmikið af nýjum leikföngum og fékk að smakka gulrótarköku í fyrsta skipti :).
Árni fór svo á sælkerakvöld með vinnunni um kvöldið en við mæðginin vorum bara heima og slöppuðum af.

Ég byrjaði svo að vinna hjá Landsbankanum á mánudaginn, er í 87% starfi sem er náttúrulega alveg frábært. Er frá 08:30 - 15:30 þannig að ég er ekki í neinu stressi til að fara með/sækja Benedikt.