fimmtudagur, janúar 17, 2008

EM 2008 að byrja í dag, vá hvað ég hlakka til. Hildur og Konni ætla að koma til okkar í kvöld og horfa á leikinn á móti Svíum. Geðveikt stuð.

Annars átti Árninn minn auðvitað afmæli seinasta sunnudag, varð þrítugur. Héldum upp á afmælið á Glaumbar og það heppnaðist bara vel. Ég fór nú reyndar snemma heim en afmælisbarnið hélt áfram djamminu til um 5 um morguninn. Vel af sér vikið, miðað við aldurinn :). Nei, segi nú bara svona.

Hrönn vinkona er svo að útskrifast úr HR á laugardaginn og erum við að fara í smá útskriftarboð af því tilefni. Mamma og pabbi ætla að hafa Benedikt yfir nótt og við hjónakornin ætlum að fara í bíó eða gera eitthvað annað skemmtilegt saman eftir útskriftina. Við fáum alltaf pössun þegar að eitthvað er að gerast en maður er alls ekki nógu duglegur að fá pössun til að gera eitthvað tvö saman þannig að við ákváðum að nýta tækifærið núna.

Annars er það bara EM sem kemst að hjá mér þessa dagana, áfram Ísland!!!!