mánudagur, júní 04, 2007

Í dag eru 15 dagar þangað til að Árni fer í sumarfrí. Oh hvað ég hlakka til, verður endalaust gaman að vera öll 3 saman og hafa það þægilegt. Við ætlum m.a. að fara á Snæfellsnesið í gömlu sveitina mína en þar verður reunion. Fríða (konan sem mamma var hjá í vist) og öll börnin hennar + makar + barnabörn eru að fara að hittast og Fríða bauð okkur öllum að koma líka. Þetta verður enginn smá hópur þar sem að Fríða á 9 börn á lífi og barnabörnin eru auðvitað eitthvað fleiri. Það verður rosa gaman að hitta þau öll í einu, held að það séu um 10-12 ár síðan að ég hitti þau öll saman.

Svo langar mig alveg rosalega að kíkja aðeins til Bergþórs pabba í nokkra daga. Planið er þá að fljúga á Egilsstaði og pabbi myndi sækja okkur þangað. Það eru bara ca. 2 tímar á milli Bakkafjarðar og Egilsstaðar þannig að þetta væri mjög passlegt fyrir Benedikt. Ekki skemmir það svo fyrir að Tinna, hundurinn hans pabba, var að eignast hvolpa á föstudaginn, alveg 6 stykki (reyndar voru þeir 8 en tveir þeirra fæddust andvana). Mig langar svo mikið að sjá þá og knúsa, litlu krúttin. En Árni er ekki alveg viss um þetta, heldur að Benedikt verði eitthvað erfiður en það verður þá bara að hafa það. Ég ætla ekkert að hætta að gera þá hluti sem mig langar til þótt að ég sé komin með börn. En við sjáum bara til, Árna langar auðvitað að fara líka þannig að líkurnar eru nú meiri að við förum en ekki.

Við kíktum svo í bíó í gær, á Spiderman 3. Hún var ekki alveg að gera sig, fannst hún mikið lélegri heldur en hinar 2 og við sáum eiginlega bara eftir peningnum. Hins vegar finnst mér svo pirrandi þegar að foreldrar taka ung börn með sér á svona myndir. Myndin er frekar löng eða ca. 2 og hálfur tími og börnin voru löngu hætt að nenna að sitja kyrr. Það var m.a.s. einn sem stóð allan síðasta hálftímann og var endalaust að vesenast og pabbinn gerði ekki neitt. Og það er nú ekki eins og þessi mynd sé eitthvað barnvæn, mikið af ofbeldi í henni. Skil heldur ekki þegar að foreldrar kenna ekki börnunum sínum að í bíói á ekki að tala. Ég skil mjög vel að börn hafa mikla þörf fyrir að tjá sig þegar að þau sjá eitthvað flott og ég er ekkert að tala um að þau eigi að vera gjörsamlega þögul allan tímann en þegar að þau tjá sig eftir hvert einasta atriði þá er það orðið mjög pirrandi. Og foreldrarnir sussa ekki einu sinni á þau, hugsa greinilega ekki um að það eru fleiri í bíó en bara þau.