miðvikudagur, júní 20, 2007

Alveg ótrúlegt hvað ég get verið utan við mig þessa dagana. Ég set alltaf á mig rakakrem á morgnana og byrjaði einmitt á því í morgun. Benedikt sat í ömmustólnum sínum og ég var að spjalla við hann á meðan ég bar kremið á mig. Mér fannst kremið eitthvað samt skrýtið, voðalega klesst og gat ég lítið dreift því yfir andlitið. Hugsaði samt ekkert meira um það og hélt bara áfram. Korteri eftir að ég var búin að bera á mig var húðin hálfskrýtin og þá fattaði ég loksins að ég hafði ekki verið að bera á mig rakakrem heldur hreinsikrem! Semsagt búin að vera með hreinsikrem á mér í korter áður en ég áttaði mig á þessu. Túpurnar eru ekki einu sinni líkar í útliti, skil ekki alveg hvernig ég fór að þessu. Árna fannst hinsvegar mjög gaman þegar að ég sagði honum frá þessu enda kallar hann mig oft klaufann sinn :).