mánudagur, júní 11, 2007

Fín helgi að baki. Við fjölskyldan fórum í innkaupaleiðangur á laugardaginn og keyptum uppþvottavél, ryksugu og kerru fyrir litla guttann. Við fáum uppþvottavélina heim í dag og ég hlakka svo til. Reyndar finnst mér allt í lagi að vaska upp (ég vaska semsagt alltaf upp en Árni sér um þvottinn) en eftir að Benedikt kom þá hrannast uppvaskið bara upp og maður hefur engan veginn við. Auðvitað er þetta bara leti í manni, mamma komst ágætlega af með enga uppþvottavél og fimm börn!!

Karen og Grétar kíktu til okkar á laugardagskvöldið og við horfðum á Serbía-Ísland. Við hjónin erum einmitt búin að kaupa okkur miða á landsleikinn þann 17. júní. Ísland þarf að vinna með a.m.k. tveggja marka mun til að komast áfram á EM 2008 þannig að þetta verður heljarinnar leikur. Allir að mæta og styðja strákana okkar. Mér finnst alveg frábært að hafa þetta á þjóðhátíðardaginn okkar, allir í svaka stemmningu :).

Magnús Breki þeirra Ingibjargar og Bigga varð svo eins árs í gær og bauð í afmæli. Við vorum nú reyndar stutt, Benedikt var frekar pirraður og nennti ekkert að vera að tala við allt þetta fólk. Stuttu eftir að við komum heim komu vinir hans Árna í heimsókn og það var svo heitt á bakvið hjá okkur að karlarnir skelltu sér út með börnin en ég og Auður röbbuðum bara saman. Semsagt nóg að gera þessa helgina.

Við keyptum okkur miða til Egilsstaða :), förum sunnudaginn 26. júní. Verðum reyndar bara tvær nætur en það er alltaf gott að komast út úr bænum og slappa af, ég tala nú ekki um þegar að maður getur knúsað hvolpa allan tímann. Ég er búin að biðja Árna um að taka mig burt frá hvolpunum þegar að ég vil fá einn með mér heim :). Í fyrsta lagi þá myndi Snúður líklegast fara að heiman ef að við kæmum með hvolp með okkur og mér finnst alveg nóg að sjá um Benedikt, hvað þá einn lítinn hvolp sem nagar allt. Ég veit bara að ég á eftir að gleyma allri rökhugsun þegar að ég sé þá.