föstudagur, júní 15, 2007

Fyrir ca. mánuði síðan ákváðum við að setja Benedikt í sitt eigið herbergi. Það er reyndar ekki búið að gerast enn vegna þess að við eigum ennþá eftir að hengja upp myrkvagardínur í herbergið vegna þess að hann á mjög erfitt með að sofna í mikilli birtu. Ætlunin er að setja þær upp á morgun, alveg ótrúlegt hvað maður getur verið lengi að koma sér að verki hérna á heimilinu.
Mér finnst samt svo skrýtið/fyndið hvernig viðbrögðin eru hjá fólki. Meirihlutinn af þeim sem ég hef sagt þetta finnst við vera vond við hann, ég næ því nú ekki alveg. Hvernig er ég vond við barnið mitt þótt að ég vilji að það sofi í sínu eigin herbergi? Hann sefur vonandi mikið betur og við sofum betur, þannig að það græða allir. Ég vakna nefnilega upp við minnsta hljóð í honum og get þá verið andvaka í einhverja tíma. Þegar að ég segi fólki að ég vakni mjög auðveldlega við hann þá finnst flestum þetta vera í lagi en þeim finnst ekki vera í lagi að við setjum hann í annað herbergi vegna þess að við viljum það. Það var alltaf ætlun okkar að setja hann fyrir 6 mánaða afmælið sitt í eigið herbergi, alveg sama hvort að ég myndi vera að vakna við hann eða ekki.

Annars er skemmtileg helgi framundan, hittingur hjá sálfræðinemunum sem voru í Árósum í kvöld á Tapas. Hlakka mjög mikið til enda er langt síðan að við höfum öll hist og ekki spillir fyrir hvað það er góður matur á Tapas.

Á morgun er Laufey, systir hans Árna að útskrifast úr KHÍ og verður smá boð hjá henni þannig að við ætlum að skella okkur þangað.

17. júní á sunnudaginn. Þar sem að við hjónin hötum bæði að fara í skrúðgöngu (ohh við pössum svo vel saman :)) þá ætlum við ekki að fara með Benedikt í eitthvað þannig. Mig langar hinsvegar að labba bara aðeins niður í bæ og gefa öndunum og svona. Það er alltaf svo skemmtilegt. Ég hlakka líka endalaust til um kvöldið, það verður svo gaman á landsleiknum! Það er orðið uppselt þannig að það verður örugglega frábær stemmning í höllinni.