þriðjudagur, júní 19, 2007

Það var frábært að vera í Laugardalshöllinni á sunnudaginn og fylgjast með strákunum okkar vinna Serba. Við létum okkar ekki eftir liggja í að hvetja strákana áfram enda vorum við frekar hás í gær :), það voru allir í frábæru skapi og stemningin var ólýsanleg.

Við gerðum nú mest lítið annað á þjóðhátíðardaginn. Árni vaknaði á sunnudaginn og gat voðalega lítið hreyft sig vegna bakverks þannig að við ákváðum bara að vera heima og slappa af.

Voðalega lítið að frétta af mér þessa dagana, bíð bara eftir að Árni komist í frí. Hann átti að byrja í fríi á morgun en það er svo mikið að gera í vinnunni að þeir báðu hann um að vinna út vikuna til að klára öll þau verkefni sem hann er með. Sérstaklega þar sem að hann mætir ekki aftur í vinnuna fyrr en um miðjan september því að hann tekur fæðingarorlofið sitt beint á eftir fríinu. Honum finnst það voðalega skrýtið tilhugsun að mæta ekki aftur í vinnuna fyrr en eftir 3 mánuði :).