Þótt að ég sé ekki lengur með Benedikt á brjósti þá virðist brjóstagjafaþokan ekki alveg hafa yfirgefið mig. Ég fór semsagt út í búð í gær og keypti m.a. tyggjó. Ég var næstum því búin að gleyma að setja það í pokann en mundi eftir því á síðustu stundu. Ég raðaði svo inn í ísskáp og setti einn hlut í frystinn en ekki fann ég tyggjóið. Mér fannst það nú nokkuð skrýtið vegna þess að ég var pottþétt á því að hafa sett það í pokann. Svo opnaði ég frystinn áðan og viti menn, þar lá tyggjóið. Ekki veit ég hvað ég ætlaði að gera við það frosið :).
|