fimmtudagur, janúar 04, 2007

Litla krílinu virðist liggja eitthvað mikið á að komast í heiminn. Það endar með því að bloggið fer að snúast um spítalaferðir :). Ég fór semsagt upp á spítala 2. janúar með verki og var aðeins byrjuð í fæðingarferlinu (ætla nú ekkert að fara nánar út í það hérna á veraldarvefnum). Ég fékk einhver lyf sem slógu á verkina og var í athugun í tvo daga hjá þeim. Verkirnir hafa ekki komið aftur, sem betur fer þannig að ég er bara komin heim, má ekki vinna lengur og á að hvíla mig mjög mikið. Ég skil nú ekki hvernig hægt er að hvíla sig meira en ég gerði, ég má ekki gera neitt á heimilinu og ligg mest upp í rúmi og svona. Svo er ekki gott að liggja of mikið, heldur verður maður líka að labba um og liðka sig. Annars er markmiðið að ná að halda krílinu allavega inni fram á viku 37 vegna þess að þá flokkast maður ekki lengur sem fyrirburi. Þannig að það eru bara 2 vikur og 2 dagar í að það náist en auðvitað er alltaf best að maður gangi fulla meðgöngu.

Annars var gamlárskvöld voða rólegt hjá okkur, ég var komin upp í rúm kl. 1, voða nótó. Er einhver veginn dottin úr því stuði að fara að djamma á gamlárskvöld, finnst það ekkert skemmtilegt lengur. En allavega gleðilegt ár allir saman, vona að árið 2007 verði ykkur gæfuríkt og að þið njótið lífsins.