þriðjudagur, janúar 09, 2007

Nýbakaður pabbi skrifar: Litli drengurinn okkar ákvað að drífa sig svolítið að koma í heiminn og fæddist þann 9. janúar 2007 kl. 02:32. Maður vó tæpar 11 merkur og var 48 cm að lengd (fyrst var mælt eitthvað vitlaust og sagt að maður væri 51.5 cm). Fæðingin gekk ósköp vel og tók ekki nema um 4 tíma :), mamma var svo mikil hetja og heilsast afskaplega vel. Fyrst var maður settur í hitakassa og fór á vökudeildina en það leit allt svo vel út að maður var fljótlega útskrifaður þaðan og fékk að vera bara með mömmu og pabba. Svona var maður sætur á sinni fyrstu mynd: