Oh hvað ég hlakka til um helgina, HM 2007 er að byrja!!! Alveg það skemmtilegasta sem ég veit er að horfa á íslenska handboltalandsliðið keppa. Spurning um að stíla gjafirnar hjá litla kút inn á leikina þannig að ég geti öskrað og hrópað nógu mikið, ekki vill maður bregða honum þegar að maður er að drekka :).
Annars gengur bara ágætlega með hann, maður er reyndar dálítinn tíma að koma sér inn í þessa tveggja tíma rútínu, þ.e.a.s. gefa manni í hálftíma og svo þarf maður að sofa í tvo tíma. Þannig gengur þetta allan daginn nema á nóttunni þá á maður að sofa í ca. 3-4 tíma. Árni er búinn að vera alveg frábær að hjálpa mér, ég skil ekki hvernig einstæðar mæður fara að, ég væri búin að missa geðheilsuna á ekki lengri tíma. En ætla að fara að njóta þess að eiga "frí" í tvo tíma.
föstudagur, janúar 19, 2007
Birt af Inga Elínborg kl. 1/19/2007 10:16:00 f.h.
|