miðvikudagur, janúar 10, 2007

Smá update: Maður er kominn með smá vott af gulu og er því kominn í ljós, alveg mesti hnakkinn í fjölskyldunni :) Þetta þýðir að maður verður líklega aðeins lengur uppá deild. Annars er maður duglegur að drekka þó svo maður sé ennþá doldið latur að taka brjóst en það kemur allt saman. Svona af því maður er svo fullkominn kemur hérna smá mynd í kaupbæti (maður sýnir greinilega strax efnilega nörda takta og er helling að pæla eitthvað).
Þungt hugsi
ps. ætla að senda fleiri myndir í emaili, ef ég gleymi einhverjum þá er það ekkert persónulegt heldur er ég bara klaufi. Sendið mér þá endilega meil ef þið viljið myndir og ég skal senda við fyrsta tækifæri. Svo kem ég þessu öllu saman á netið við betra tækifæri.

pps. þeir sem vilja heimsækja geta gert það næstu daga milli kl. 17 og 19. Það væri gott að hringja aðeins á undan sér og láta vita. Það er rétt að taka fram fyrir þá sem ekki vita að börnum er víst ekki hleypt inn á deildina.

kv, Pabbi