Strákarnir okkar eru að standa sig svo rosalega vel. Maður datt nú reyndar niður í algjört þunglyndi eftir leikinn gegn Úkraínu en eftir leikina gegn Frökkum og Túnis þá er ég alveg í skýjunum. Ótrúlega vel gert hjá þeim. Hlakka til að horfa á næstu leiki.
Sá svo að EM 2008 verður í Noregi næst, aldrei að vita nema maður skelli sér þangað til að sjá nokkra leiki. Eins mikinn áhuga og ég hef á handbolta þá hef ég nefnilega aldrei farið á landsleik og mig langar þvílíkt að sjá einmitt þetta lið spila, þ.e.a.s. áður en Óli fer að hætta. Ætlaði auðvitað á leikinn gegn Tékkum en var upptekin við annað þá :).
Annars er nú mest lítið að frétta, er reyndar að fara í saumó í kvöld. Fyrsta skiptið sem ég fer frá litla prinsinum en það er nú bara af því góða. Er nefnilega ekkert búin að fara út síðan að við komum heim með hann og maður verður svo grár og gugginn eitthvað af því að vera alltaf inni. Feðgarnir verða semsagt bara tveir einir heima, skemmta sér örugglega mjög vel. Árni er svo að fara í vinnuferð á morgun, fer í Hvalfjörð og verður eina nótt. Það verður mjög svo skrýtið að vera ein með litla kút í ca. einn sólarhring en þetta er fín leið til að æfa sig fyrir þegar að Árni verður byrjaður að vinna allan daginn.
Snúðalíusinn okkar er alls ekki að fíla okkur þessa dagana og sérstaklega ekki þegar að litli kútur er nálægt. Skilur ekkert í þessum öskrum og látum sem fylgja svona lítilli manneskju. Þannig að ég og Árni skiptumst á að klappa manni og veita manni athygli, greyið manns, er ekkert að skilja af hverju hann fær ekki alla okkar athygli eins og áður. Heyrðum af einni kisu sem tók svo nærri sér þegar að lítið barn kom inn á heimilið að það var fugl eða mús í rúminu á hverjum morgni í einhverjar 5-6 vikur, var alveg að reyna að sanna sig fyrir eigundunum. Sem betur fer hefur Snúður nú ekki tekið upp á því.
fimmtudagur, janúar 25, 2007
Birt af Inga Elínborg kl. 1/25/2007 11:17:00 f.h.
|