Takk allir fyrir hamingjuóskirnar, við erum öll alveg í skýjunum :). Hérna er ein mynd af manni í nýja rúminu sínu.
Við mæðginin erum semsagt komin heim, fengum reyndar að fara heim á laugardaginn en þurftum að fara í tékk á sunnudaginn. Þá kom í ljós að maður var ekki alveg að losna við guluna þannig að við vorum aftur lögð inn en fengum að fara heim í gær. Fórum svo aftur í tékk í morgun og maður er alveg að losna við guluna þannig að við verðum bara áfram heima, sem betur fer. Heima er best.
Hinsvegar erum við ekki alveg sátt við spítalann núna. Hjúkrunarfræðingurinn var nefnilega að koma í sína vikulegu heimsókn, hún var að vinna á vökudeild í 16 ár þannig að hún ætti nú að vera sérfræðingur í fyrirburum. Við erum búin að vera að gefa manni ábót vegna þess að maður er svo latur og maður verður að fá nóg að drekka til að losna við guluna. Litli kútur þarf að drekka alveg 60 ml. per gjöf og við erum búin að vera ca. einn og hálfan tíma að koma því ofan í hann og enginn á sængurkvennadeildinni hefur sagt neitt um að það sé vitlaust. Hjúkrunarfræðingurinn sagði okkur hinsvegar að við værum að ofþreyta hann með þessu og við eigum bara að miða við að hver gjöf taki hálftíma. Við erum búin að vera semsagt að ofþreyta hann í viku, greyið manns og öllum á deildinni hefur bara fundist þetta allt í lagi. En núna ætti maður að fara að verða betri :). Knús til allra.
miðvikudagur, janúar 17, 2007
Birt af Inga Elínborg kl. 1/17/2007 12:32:00 e.h.
|