föstudagur, ágúst 05, 2005

Jæja þá er letilífið núna að mestu búið (og alveg kominn tími til). Tengdó eru nefnilega að fara út til Danmerkur næsta miðvikudag og báðu okkur um að vera í búðinni fyrir þau á meðan. Þannig að ég er búin að vera í smá þjálfun þar og verð ein frá miðvikudegi til laugardags í næstu viku. Rosa gaman og svo verða allir að koma að versla hjá mér, tíhí.
Afmælið hjá Frey seinustu helgi var ekkert smá skemmtilegt. Fámennt en bara þeim mun skemmtilegra fólk, við sátum heillengi og spjölluðum saman og fórum svo aðeins niður í bæ. Kíktum á Glaumbar, Thorvaldsen og Hressó en svo fór ég heim um fjögurleytið.
Svo eigum við auðvitað eins árs brúðkaupsafmæli á sunnudaginn, trúi því varla að það sé strax komið eitt ár. Er einmitt búin að vera að föndra dálítið til að gefa Árna og hann er nú orðinn frekar forvitinn um hvað það er. Ætlum svo út að borða um kvöldið, býst við að við förum á Humarhúsið. Alltaf svo geðveikt góður matur þar.