mánudagur, ágúst 29, 2005

Ég vaknaði klukkan korter í fimm í morgun til að keyra Árna út á flugvöll. Oh hvað mér leið ekki vel á leiðinni þangað. Ég var rosa lítil í mér þegar að við kvöddumst, var alveg á mörkunum að fara að hágráta en gat harkað það af mér. Svo var ég með tárin í augunum eiginlega alla leið heim aftur.
Hann er semsagt núna kominn í loftið og þar sem að hann svaf ekkert í nótt ætti hann að geta sofið í vélinni. Hlakka til að heyra í honum í kvöld. Bara 61 dagur þangað til að við hittumst aftur :). Vona að ferðin gangi vel ástin mín.