Er núna í búðinni fyrir tengdó og það gengur bara ágætlega. Samt dálítið erfitt að vita ekki nákvæmlega hvar allir hlutirnir eru inni á lager eða hvað þeir kosta en viðskiptavinirnir eru búnir að vera mjög þolinmóðir við mig :).
Ég og Árni fórum að heimsækja Karen á þriðjudaginn, ekkert smá gaman að sjá hana. Sérstaklega þar sem að við sjáum hana ekkert fyrr en um jólin aftur. Hún fer svo aftur til Danmerkur á sunnudaginn en ég ætla að reyna að kíkja til hennar einu sinni enn.
Svo ætlum við að halda smá matarboð á laugardaginn. Helga, Freyr, Ásta, Ívar og Hrönn ætla að kíkja til okkar. Ég ætla einmitt að búa til svona hlaupskot, smakkaði þannig hjá Helgu í afmælinu hans Freys og nammi namm hvað þetta er gott :). Reyndar dálítið hættulegt þar sem að lítið áfengisbragð finnst en maður passar sig bara.
fimmtudagur, ágúst 11, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 8/11/2005 02:46:00 e.h.
|