Núna eru ég og Árni búin að vera gift í eitt ár (og einn dag :)). Sunnudagurinn var ekkert smá næs. Árni fór út í bakarí fyrir okkur og keypti smá góðgæti. Hann keypti líka eina rauða rós handa mér, rosa sætur. Ég gaf honum það sem ég var búin að föndra en ég límdi inn í gestabókina okkar allt sem tengdist brúðkaupinu, hjörtun sem ættingjar/vinir skrifuðu heilræði á til okkar, litlu hjörtun sem voru til skrauts á borðunum, myndir af okkur þegar að við vorum lítil og ýmislegt fleira. Ég skrifaði líka inn textana á lögunum sem við létum syngja í kirkjunni.
Árni var svo búinn að plana að fara í Dýragarðinn í Slakka en við þurftum að hætta við það vegna veðurs. Fórum þangað svo í dag og klöppuðum kettlingum, folöldum, kálfi og fleiri dýrum. Ég gjörsamlega dýrka þennan stað.
Á sunnudagskvöldinu fórum við svo á Humarhúsið og við fengum okkur bæði humarsúpu í forrétt, algjör lostæti. Svo fékk ég mér gratineraða humarhala með humarsósu og Árni fékk sér haf og haga, þ.e.a.s. nautasteik og humarhala. Geðveikt gott.
Enduðum kvöldið á að fara í bíó, á The wedding crashers. Oh my god hvað hún er fyndin, rosa góð mynd. Semsagt alveg yndislegur dagur, bíð bara eftir næsta brúðkaupsafmæli :).
mánudagur, ágúst 08, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 8/08/2005 10:00:00 e.h.
|