laugardagur, ágúst 20, 2005

Jæja, þá er ég svona nokkurn veginn byrjuð í praktíkinni, mætti til þeirra seinasta mánudag en þar sem að fyrirtækið er að flytja fékk ég bara heimaverkefni, þ.e. fékk tvær bækur um ákveðið efni og á að skila mínu áliti á þeim (hvort að IMG geti innleitt þetta í verkefni sín, kosti, galla og svona). Flutningarnir verða svo vonandi búnir á mánudaginn og þá verður pláss fyrir mig :). Líst bara rosalega vel á þetta.
Svo héldum við annað matarboð í gær fyrir vini hans Árna, ekkert smá skemmtilegt. Enda alveg komin tími á að ég hitti vini hans í sumar, er ekkert búin að hitta nokkra þannig að þetta var alveg á seinasta snúning því að Árni fer eftir 9 daga. Kíktum svo aðeins niður í bæ og vorum komin heim um fjögurleytið.
Annars er ég búin að komast að því að það er algjör snilld að bjóða upp á þessi jelly shots :). Allir svo ánægðir með þau.