Nákvæmlega engin frammistaða í þessu bloggi mínu :). Ég er bara búin að vera svo upptekin í seinustu viku að það gafst enginn tími til þess.
Ég er semsagt byrjuð á fullu hjá IMG og gengur bara rosa vel. Allt fólkið voða indælt og verkefnin mín gífurlega skemmtileg.
Í dag var svo verið að skíra litlu frænku og fékk hún nafnið Ríkey. Innilega til hamingju með nafnið krútta. Mjög fallegt nafn og passar vel við hana :).
Árni flýgur svo á morgun til Danmerkur og þá hefst grasekkjutímabilið mitt sem stendur í tvo mánuði, snökt snökt. Þetta verður nú örugglega fljótt að líða, vona það allavega. Ég semsagt flyt til mömmu og pabba á morgun, hlakka til að sofa með Snúðinn uppi í rúmi í tvo mánuði.
sunnudagur, ágúst 28, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 8/28/2005 06:15:00 e.h.
|