Erum nýkomin úr afmæli hjá Matta bróður en hann er 45 ára í dag. Innilega til hamingju með afmælið elsku Matti minn.
Förum svo í annað afmæli í kvöld hjá Frey hennar Helgu. Ætla svona aðeins að fá mér í aðra tána og fara kannski á Glaumbar að dansa :).
sunnudagur, júlí 31, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 7/31/2005 06:08:00 e.h. |
fimmtudagur, júlí 28, 2005
Ég fór í sumarbústað á þriðjudaginn með Siggu, Bjarklindi, Hjörvari og Rítu. Voða gaman og fengum rosa gott veður á þriðjudaginn. Í gær var líka heiðskírt en samt alveg þvílíkur vindur þannig að ég sat nú bara inni og las meðan að Sigga og Bjarklind streittust við að vera í sólbaði :).
Árni kom svo seinna um kvöldið og við grilluðum saman. Grillið misheppnaðist nú eitthvað því að við vorum ca. 4 tíma að grilla því að kolin voru eitthvað svo köld og héldu engum hita. Við fórum svo smá í heitapottinn og fórum heim um miðnættið. Það er alltaf svo gaman að fara í sumarbústað :).
Verslunarmannahelgin verður svo líklegast bara róleg, reyndar er eitthvað planað á laugardaginn en ekkert meira. Svo styttist bara alltaf í að ég byrji í starfsþjálfuninni minni hjá IMG, hlakka til en kvíði líka smá fyrir. Í 4 ár er maður bara búin að vera með höfuðið ofan í bækurnar og mér finnst einhvern veginn eins og ég kunni ekki neitt. En samt rosalega fínt að fá svona starfsþjálfun, þá get ég líka gert betur upp við mig hvort að það eigi við mig að vera í vinnusálfræði.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/28/2005 12:04:00 e.h. |
sunnudagur, júlí 24, 2005
Jæja komin heim af ættarmótinu. Það var þvílíkt gaman, rosa gott veður og allir í góðu skapi. Árni fór reyndar heim í gær því að hann fór í afmælispartý til vinar síns en ég var eftir og kom heim í morgun. Föstudagurinn fór nú bara í það að tjalda og kynnast fólkinu sem var að koma. Á laugardeginum fórum við svo í smá bíltúr um Snæfellsnesið, fórum á Ytri-Rauðamel þar sem að afi minn (í móðurætt) fæddist og líka í Straumfjarðartungu þar sem að ég var í sveit. Rosa gaman að sýna Árna þetta allt :). Við vorum með Tinnu (hundinn hans pabba) með okkur um daginn og hún svaf líka hjá mér seinni nóttina, þvílíkt sæt og góð. Ég er alveg orðin sjúk í að fá mér einn labrador, þeir eru svo yndislegir.
Árni fór svo heim um miðjan daginn en ég sat aðeins úti og las. Brenndist þvílíkt en samt var ég í peysu og sneri baki í sólina. Um kvöldið var svo sameiginlegur kvöldverður með allri ættinni. Ég er bara strax byrjuð að hlakka til næsta ættarmóts sem verður eftir 5 ár.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/24/2005 01:22:00 e.h. |
mánudagur, júlí 18, 2005
Eitthvað voðalega lítið að gerast hjá mér þessa dagana. Enda ekki skrýtið þar sem að maður er búinn að vera í fríi í meira en sex vikur (þrjár vikur fóru auðvitað í Evrópuferðina).
Ég og Árni fórum nú reyndar á Madagascar á föstudaginn, þvílíkt fyndin mynd og svo krúttleg stundum. Næsta helgi verður nú líklegast eitthvað fjörmeiri því að þá verður ættarmót hjá ætt föðurömmu minnar á Snæfellsnesi. Hlakka mikið til að hitta ættingjana mína :).
Svo á Sigga systir afmæli í dag, innilega til hamingju með afmælið elsku Sigga mín. Hún var nú ekkert á því að halda upp á afmælið sitt (enda ekkert stórafmæli).
Mér finnst hinsvegar alltaf jafn gaman að halda upp á afmælið mitt og fannst ekkert gaman að þurfa að vera í Danmörku einmitt það ár sem ég varð 25. Það bjargaði nú alveg að geta haldið upp á daginn með Árna, Karen, Grétari og Helgu en samt langaði mig að geta haldið stórt afmælisboð enda orðin aldarfjórðungsgömul :). Svo verð ég líka í Danmörku þegar að ég verð 26. Ég held kannski bara þvílíkt partý þegar að ég verð 27 :).
Birt af Inga Elínborg kl. 7/18/2005 05:22:00 e.h. |
þriðjudagur, júlí 12, 2005
Bjarni Þór frændi minn er 15 ára í dag, innilega til hamingju með afmælið!!
Ji hvað tíminn líður samt fljótt. Ég man svo innilega vel eftir því þegar að ég var að passa þennan litla gutta sem er nú liggur við orðinn stærri en ég.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/12/2005 04:24:00 e.h. |
sunnudagur, júlí 10, 2005
Jæja, þá er maður búinn að sjá myndina War of the worlds, mjög góð mynd, mæli hiklaust með henni. Ég og Árni fórum á hana á föstudaginn en í sitthvoru lagi :), ég með Hrönn og Axel og Árni með skólafélögum úr HR.
Í gær var svo afmælispartý hjá Röggu, vinkonu Árna úr HR. Þvílíkt skemmtilegt partý enda vorum við þar alveg til hálfþrjú og nenntum svo ekkert í bæinn. Fórum bara heim og horfðum smá á sjónvarpið og sofnuðum svo. Dagurinn í dag er svo búinn að fara í leti, voða þægilegt :).
Sætasti strákurinn fór svo út í búð og keypti handa mér Bridget Jones 2, alveg yndisleg mynd í alla staði.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/10/2005 03:07:00 e.h. |
fimmtudagur, júlí 07, 2005
Litla frænka kom í heiminn klukkan hálfsjö í morgun, lét semsagt bíða eftir sér í tvo daga. Innilega til hamingju elsku Laufey, Eiður og Einar Loki. Fæðingin gekk rosalega vel þrátt fyrir að hún sé algjör bolti, eða rúmar 17 merkur og 53 cm. Við hlökkum nú frekar mikið til að sjá hana :).
Árni er loksins búin að fá allar einkunnir og náði hann öllu, ekki við öðru að búast. Fékk m.a.s. 11 í einu faginu, er svo duglegur þessi elska.
Svo er maður bara í hálfgerðu sjokki eftir það sem gerðist í morgun í Lundúnum. Alveg hræðilegt að þetta geti átt sér stað. Maður vonar að tala látinna og særða eigi ekki eftir að hækka mikið, þótt að það sé nú örugglega frekar mikil bjartsýni.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/07/2005 01:26:00 e.h. |
þriðjudagur, júlí 05, 2005
Þetta kommentakerfi mitt er alveg hræðilegt. Sýnir aldrei rétta tölu á því hversu margir hafa kommentað, fussum svei.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/05/2005 11:21:00 f.h. |
föstudagur, júlí 01, 2005
Jibbí, búin með alla fyrirlestra í sálfræðináminu mínu :). Er semsagt búin að fá einkunnir fyrir fögin mín og náði öllu, mjög stolt enda var ég í 150% námi. Núna á ég einungis eftir starfsþjálfun og mastersritgerðina, rosa gaman.
Núna erum við svo búin að vera heima í viku, ekkert smá næs. Erum bara að slappa af og svona. Ætla reyndar að fara að merkja myndirnar úr Evrópuferðinni og koma þeim á netið, nenni samt einhvern veginn ekki að byrja á því enda eru þetta um 700 myndir (Árni alveg að missa sig með myndavélina) en þetta kemur vonandi á næstunni.
Svo bíðum við spennt eftir nýjasta fjölskyldumeðlimnum, Laufey er sett 5. júlí enda er hún orðin frekar stór um sig. Hlakka svo mikið til að sjá litla krúttið.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/01/2005 01:56:00 e.h. |