Það var verið að birta próftöflu Háskóla Íslands og ég fer í Réttarsálfræðiprófið mitt 5. maí. Ekkert smá gaman, skila ritgerðinni 3. maí og svo prófið tveimur dögum seinna. Það verður ekkert smá næs að vera búin svona snemma.
föstudagur, febrúar 27, 2004
Ég er byrjuð á tilrauninni minni, sem betur fer. Ég náði alveg 110 þátttakendum í fyrri hlutann sem er bara frábært. Núna á ég bara eftir að ná 40 í viðbót í seinni hlutann. Reyndar tekur sá hluti aðeins lengri tíma en sá fyrri en ég er allavega byrjuð. Ég fór bæði í Háskólann í Reykjavík og svo í Háskóla Íslands. Einn tími í HR sem ég fór í átti að vera með alveg 100 manns en það mættu bara 20, ekkert smá léleg mæting.
Svo var ég svo stressuð í gær þegar að ég var að horfa á Gettu betur, MR var undir mest allan tímann en náði svo að jafna og náði svo að taka fimm stig af sex sem eftir voru, þannig að þeir sigruðu. Ég hefði ekki þolað það að MH hefði unnið, allir aðrir mega vinna MR en ég hata hvað þessir MH - ingar eru hrokafullir.
Svo verður bara mikið að gera um helgina, ætlum aðeins að kíkja á brúðarsýninguna, svo er útskrift hjá Bigga hennar Ingu og svo er matarboð hjá Hrönn og Axel. Gaman að hafa svona mikið að gera. Svo ætla ég líka að fara af stað með seinni hlutann, þarf að plata þá sem Árni er með í hóp til að taka hana. Og svo þarf ég líka að láta eitthvað af vinunum taka hana, þ.e.a.s. þá sem vita ekki um hvað hún snýst. Silly me að kjafta um hvað hún er því að þá get ég ekki notað þá í tilraunina.
Birt af Inga Elínborg kl. 2/27/2004 01:32:00 e.h. |
mánudagur, febrúar 23, 2004
Jæja, enn ein helgin búin. Helgarnar eru svo fljótar að líða að það er ekki eðlilegt.
Á laugardaginn fór ég í klippingu þannig að ég er aftur orðin sæt ;). Svo um kvöldið var partý hjá Siggu og Drífu, rosalega góður matur og gaman að hitta öll systkinin og fleiri. Ég var nú reyndar ekki lengi þar því að ég fór að hitta Hrönn og við fórum á Glaumbar og dönsuðum ekkert smá mikið. Geðveikt gaman.
Svo í gær var ég bara heima og las smá fyrir tilraunina mína. Ég er samt byrjuð að hlakka svo til 3. maí því að þá á ég að skila ritgerðinni, gaman gaman. Vona bara að maður nái að klára fyrir þann tíma :)
Árni var ekkert heima alla helgina, hann kom til dæmis heim klukkan sex í morgun, það er bara brjálað að gera hjá honum þessa dagana, enda var einn kennarinn svo lengi að setja inn verkefnalýsingu á einu verkefni að skiladeginum var frestað um eina viku og þá fer náttúrulega allt í rugl. En í kvöld klukkan tólf verður hann búin að skila þessum þremur verkefnum og þá eru engin stór verkefni sem þarf að skila strax. Þannig að hann getur aðeins slappað af.
Birt af Inga Elínborg kl. 2/23/2004 09:42:00 f.h. |
föstudagur, febrúar 20, 2004
Jæja, ég fór og hitti leiðbeinandann minn á þriðjudaginn og er að fara að stað með tilraunina mína í næstu viku. Reyndar vildi hann að ég bætti aðeins við tilraunina mína þannig að hún er orðin tvískipt í rauninni en það er allt í lagi. Ég fékk svo smá kvíðakast þegar að ég var að sofna í gær, leiðbeinandinn minn sagði nefnilega að hann vildi fá að sjá ritgerðina mína tveimur vikum áður en ég á að skila til þess að lesa hana yfir sem þýðir að það eru aðeins 8 vikur þangað til að ég á að skila honum.
Svo á laugardaginn er partý hjá Siggu og Drífu, Drífa varð nefnilega 35 ára í gær. Til hamingju með afmælið Drífa mín. Þær ætla semsagt að halda smá afmæli, gaman gaman.
Svo er brjálað að gera hjá Árna í skólanum, hann á að skila einu verkefni í dag og svo tveimur á mánudaginn og líka að fara í fyrstu verkefnisskoðunina fyrir lokaverkefnið á mánudaginn. Hann er uppi í skóla allar nætur (búin að koma heim klukkan fjögur alla þessa viku) þannig að við sjáumst ekkert. Ekki neitt voðalega gaman.
Birt af Inga Elínborg kl. 2/20/2004 01:19:00 e.h. |
mánudagur, febrúar 16, 2004
Það var nú mikið að gerast um helgina, á laugardaginn smökkuðum ég og Árni eina köku fyrir brúðkaupið okkar, mér fannst hún mjög góð og líka mömmu, pabba og tengdamömmu en Árna og pabba hans fannst hún ekkert sérstök. Þannig að við þurfum að smakka fleiri, nammi namm. Svo fórum við í Kópavogsblóm og pöntuðum allar blómaskreytingar fyrir brúðkaupið, jei.
Svo um fjögurleytið fórum við í Hveragerði í 25 ára afmælið hennar Rannveigar (Árni komst sem betur fer með). Það var ekkert smá gott að borða þar, brauðréttir og kökur.
Svo eftir það fórum við í 25 ára partý hjá Ástu og það var rosa mikið fjör þar. Til hamingju með 25 ára afmælið elsku Ásta mín. Ég og Hrönn fórum á Hverfisbarinn og dönsuðum í alveg tvo tíma en eftir það vorum við búnar á því þannig að við fórum bara heim. Þannig að þetta var bara frábær helgi, aðeins að taka sér frí frá lærdómnum.
Birt af Inga Elínborg kl. 2/16/2004 09:12:00 f.h. |
miðvikudagur, febrúar 11, 2004
Þetta gengur nú ekki, ég ætlaði að óska Rannveigu til hamingju með 25 ára afmælið (í gær) en það var frekar mikið að gera í vinnunni þannig að ég komst ekki til þess og svo var netið ekki inni í Ekrusmáranum, einhver ljósleiðari sem fór. Þannig að afmæliskveðjan á netinu kemur einum degi of seint (sem betur mundi ég nú eftir að senda henni sms, ég er ekki það gleymin). Til hamingju með afmælið elsku Rannveig mín, vona að dagurinn hafi verið frábær ;)
Í öðrum fréttum þá er boðskortaljóðið komið, við létum nefnilega semja um okkur ljóð og það verður í boðskortinu fyrir brúðkaupið. Ég þarf meira að segja að senda tvö boðskort í dag vegna þess að systir hans pabba og frænka hans eiga heima í Bandaríkjunum og ef þau vilja koma þá þurfa þau auðvitað smá tíma að plana og svona. (Það er nefnilega bara hálft ár í brúðkaupið, oh my god). Svo ætlar bakarinn sem við höfum í huga að hringja í okkur á laugardaginn og leyfa okkkur að koma að smakka brúðkaupstertu hjá honum, nammi namm.
Birt af Inga Elínborg kl. 2/11/2004 09:15:00 f.h. |
mánudagur, febrúar 09, 2004
Jæja enn ein helgin búin. Ég var nú frekar dugleg um helgina í ritgerðinni minni, er komin með þrjár og hálfa blaðsíðu, jibbí. Þetta mjakast áfram.
Svo fékk ég brúðarskóna mína á föstudaginn, ég borgaði aðeins 3.800 fyrir þá með sendingarkostnaði og öllu, ekkert smá ódýrir. Sem betur fer passa þeir alveg á mig, þarf bara aðeins að ganga þá til.
Árni er á fullu í lokaverkefninu sínu, maður sér hann eiginlega aldrei. Hann missir til dæmis af 25 ára afmæli bæði hjá Rannveigu og Ástu (sem verða bæði núna á laugardaginn), ekki gaman. En vá hvað tíminn líður hratt, ég trúi varla að við vinkonurnar séum að verða 25, stundum þegar að ég er spurð um aldur segi ég að ég sé 20 vegna þess að mér finnst ég ekki vera neitt mikið eldri.
Birt af Inga Elínborg kl. 2/09/2004 08:40:00 f.h. |
miðvikudagur, febrúar 04, 2004
Ég er byrjuð að stressast svo upp fyrir ritgerðina mína, það eru 12 vikur þangað til að ég á að skila, oh my god. Ég á nefnilega eftir að gera tilraunina og lesa allar heimildirnar o.s.frv. En ég er allavega byrjuð, komin með eina blaðsíðu ;).
Helgin var rosalega fín, góður matur báða dagana og mikið spjallað. Frábært að hitta vinina svona, við gerum þetta alltof sjaldan, það gengur eiginlega ekki.
En ég gleymdi að skrifa í gær að ég og Árni áttum fjögurra ára afmæli í gær. Tíminn er ekkert smá fljótur að líða, ég trúi varla að það séu komin fjögur ár. Við gerðum reyndar ekkert, vorum búin að taka afmælisgjöfina út þegar að við fórum á Lækjarbrekku og á Hótel Sögu, við lágum bara heima og höfðum það kósí.
Birt af Inga Elínborg kl. 2/04/2004 09:01:00 f.h. |