föstudagur, maí 30, 2008

Við skelltum okkur á Indiana Jones í gær og hún hefði alveg mátt vera betri. Fyrri hlutinn var reyndar mjög trúr gömlu myndunum en svo fór allt út og suður í seinni helmingnum.

Ég var líka svo ósátt við að það var sýnt úr Sex and the city myndinni og ég get liggur við sleppt því að fara á hana núna. Kannski ekki alveg en ég þoli ekki þegar að það er sýnt eiginlega allt það helsta sem gerist í myndinni. En við stelpurnar erum einmitt að fara á hana næsta miðvikudag, hlakka samt mikið til að fara :).

Á morgun eiga Jósa og Danni svo afmæli, sniðugt þegar að makinn á sama afmælisdag þá gleymir maður honum ekki. Þau ætla að halda heljarinnar veislu og Benedikt fer í næturpössun til tengdó, hlakka til að sofa smá út.

Annars misstum við af helstu fréttunum í gær, ég og Árni vorum að keyra þegar að skjálftinn varð og fundum ekki fyrir neinu. Vissum ekki einu sinni að það hefði orðið skjálfti fyrr en mamma hringdi til að spyrja hvort að við hefðum fundið fyrir honum. En sem betur fer skemmdist ekkert hjá tengdó og mikil mildi að enginn meiddist alvarlega.