Við hjónin fórum á Iron man í gær og vá hvað hún er góð. Skemmtum okkur alveg konunglega þrátt fyrir að minnstu munaði að við hefðum misst af byrjuninni. Árni segir við mig að myndin sé í sal 2 og við setjumst þar. Horfum á auglýsingarnar á undan en svo byrjar allt í einu Prom Night sem er einhver hrollvekja. Ég horfi auðvitað stórum augum á Árna sem kíkir á miðana og þá er Iron man í sal 4, ég var nú pínku pirruð á Árna þegar að við vorum að labba á milli salanna en sem betur fer misstum við ekki af neinu. En við mælum alveg með myndinni og Robert Downey jr. er svo flottur :).
Næst verður farið á Indiana Jones og svo Sex and the City, hlakka mikið til.
fimmtudagur, maí 15, 2008
Birt af Inga Elínborg kl. 5/15/2008 08:39:00 f.h.
|