Eurovision í kvöld, hlakka svo til að sjá hvernig Eurobandið stendur sig og líka hvort að við komumst í aðalkeppnina. Maður verður nú að hugsa jákvætt. Karen og Grétar ætluðu að koma til okkar í kvöld en svo kemur Karen bara ein því að Grétar ákvað að taka eitthvað ljósmyndanámskeið framyfir okkur, alveg óskiljanlegt :). Ætlum að gera heimagerða pizzu og hafa eitthvað nammigott í eftirrétt.
Fylgdist með keppninni á þriðjudaginn með öðru. Eitthvað hefur áhuginn minnkað á þessu hjá mér, hefði örugglega áður fyrr horft mjög stíft á keppnina og oftast hef ég kunnað flest lögin utanað um þetta leyti en ekki núna. Er alveg búin að heyra eitt og eitt lag en ekkert í líkingu við áður. Hef vanalega verið búin að mynda mér skoðun á því hver sigrar en þar sem að ég hef heyrt svo fá lög þá ætla ég ekkert að fara út í þá sálma. Hinsvegar held ég að Árni sé mjög ánægður með að hin ýmsu Eurovisionlög hljóma ekki mikið á heimilinu núna, nema auðvitað íslenska framlagið.
Annars er ég komin akkúrat 26 vikur í dag, þetta styttist óðfluga enda stækkar bumban og stækkar. Verður alltaf erfiðara að snúa sér á nóttunni, tekur alveg 5 mínútur að snúa sér, koma púðanum aftur fyrir á milli lappanna og koma sér þægilega fyrir. Örugglega mjög fyndið að fylgjast með manni.
fimmtudagur, maí 22, 2008
Birt af Inga Elínborg kl. 5/22/2008 02:04:00 e.h.
|