Var í mæðraskoðun nr. 3 í dag og allt kom vel út. Ljósan vildi reyndar senda mig í sykurþolspróf vegna þess að ég var yfir kjörþyngd þegar að ég varð ófrísk og ég fer í það eftir 3 vikur. Allavega betra að vita að vel sé fylgst með manni heldur en hitt.
Annars gengur allt voðalega vel, litli stubburinn reyndar búinn að vera smá veikur. Fékk nefnilega eyrnabólgu í kjölfarið á flensunni en hann er kominn á sýklalyf og líður strax mikið betur.
Fór í afmæli/saumó til Ingibjargar vinkonu í gær, alltaf gaman að hitta vinkonurnar og spjalla saman. Fengum rosa góðan mat og enn betri eftirrétt :). Annað kvöld er svo hittingur hjá öðrum bumbulínuhópnum mínum, hlakka rosa til að hitta þær og spjalla um óléttuna. Svo að maður kaffæri ekki þá í kringum sig (misáhugasama) í ýmsum mjög áhugaverðum pælingum um meðgönguna.
Við fengum úthlutað bústað frá Íslenskri erfðagreiningu í dag, förum í hann 18. júlí eða sama daga og ég fer í sumarfrí. Það verður ekkert smá næs að komast í sumarbústað í heila viku, ekki spillir fyrir að hann er í Hvalfirði þannig að það er ekki langt að keyra.
fimmtudagur, maí 08, 2008
Birt af Inga Elínborg kl. 5/08/2008 11:22:00 f.h.
|