Ég þoli ekki hvað matarmál manns verða allra mál þegar að maður er óléttur. Samstarfsfélagar mínir eru mjög duglegir að láta mig vita þegar að ég er ekki að borða nógu hollt að þeirra mati. Ef ég t.d. kaupi mér nammi þá fæ ég að heyra að ég ætti nú helst ekki að vera að borða svona. Í morgun var föstudagskaffi og það er vanalega franskbrauð/heilhveitibrauð en í morgun var ekkert þannig, bara rosalega gróft brauð og ég kem því hreinlega ekki niður. Hef aldrei getað það, bara frá því að ég man eftir mér. Ég segi: Hva, ekkert franskbrauð/heilhveitibrauð í dag og þá er bara sagt á móti: Þetta er mikið hollara fyrir þig, þegiðu bara og borðaðu. Oh, það sauð á mér, ég var svo reið enda lét ég heyra í mig en enginn virtist taka mark á mér. Allir hafa örugglega hugsað að þetta væru bara hormónarnir. Ég á hinsvegar föstudagskaffið næst og ég er alvarlega að spá í að kaupa bara franskbrauð og sjá hvað allir segja þá. Ég var hinsvegar svo reið og sár í morgun að ég bað um frí það sem eftir var dagsins og var heima að slappa af.
|