þriðjudagur, júní 03, 2008

Alveg æðislegt veður í dag, vona að við fáum nú nokkra svona sumardaga í sumar. Er m.a.s. búin að fjárfesta í tvennum óléttukvartbuxum svo að ég kafni nú ekki úr hita.

Annars er ég voðalega stolt af strákunum okkar, alveg frábær leikur hjá þeim á sunnudaginn og ekki spillir fyrir að vinna Svíana og koma í veg fyrir að þeir komist á stórmót (again!!). Við hjónin erum einmitt búin að kaupa miða á Ísland-Makedónía þann 15. júní. Hlakka svo mikið til að fara þangað og horfa á þá spila. Svo held ég að Ólympíuleikarnir byrji þann 8. ágúst og þá verð ég í fríi þannig að ég get legið uppi í sófa og horft á leikana allan daginn eða þ.e.a.s. þangað til að ég þarf að sækja Benedikt til dagmömmunnar :).

Ég fór í sykurþolspróf í dag, hef nú alveg drukkið betri drykki en sem betur fer hélt ég honum niðri. Niðurstöðurnar voru fínar við fyrstu sýn en ég fæ nákvæmari niðurstöður á fimmtudaginn þegar að ég fer til ljósunnar. En sú sem var að taka blóðið sagði að þetta væru bara frábærar tölur :). Mjög ánægð að heyra það.
Hinsvegar tekur þetta alveg svakalega langan tíma, þær taka nefnilega blóðprufu á hálftíma fresti í 2 tíma. Það var búið að segja við mig að ég fengi stofu til að vera í en það var engin stofa laus í morgun þannig að ég sat allan tímann í biðstofunni, voða gaman. Var nú samt það snjöll að hafa með mér fartölvuna og horfði á ER allan tímann. Vorum nefnilega að panta okkur 10 fyrstu seríurnar, ótrúlega gaman að horfa á þetta aftur.