þriðjudagur, júní 10, 2008

Jæja, þá er búið að skikka mig í 50% vinnu í viku. Ég var byrjuð að fá svo mikla samdrætti með verkjum í seinustu viku að ljósan mín ráðlagði mér að prófa að minnka við mig vinnuna og athuga hvort að þessir samdrættir myndu ekki hverfa. Árni var svo yndislegur að taka Benedikt í sumarbústaðinn til tengdó á laugardaginn þannig að ég var bara ein heima allan daginn og lá uppi í rúmi að horfa á ER. Alveg frábær hugmynd að hafa keypt þessa þætti þegar að ég þarf að hvíla mig svona mikið. Árni kom svo heim seinnipart laugardags og við fórum í matarboð, vorum nú ekki lengi því að Árni fór aftur í sumarbústaðinn á sunnudag og ég var bara aftur skilin eftir heima :). Þeir feðgar komu svo heim seint um kvöldið.

Ég reyndi að horfa á Ísland-Makedónía en hætti í hálfleik, hafði einhvern veginn ekki taugar í að horfa á hann allan. Maður bíður bara spenntur eftir 15. júní, vonandi náum við að vinna þá með meira en 8 marka mun svo að við komumst áfram. Þó að ég eigi að slappa af þá ætla ég samt að fara á leikinn, hvíli mig bara vel á undan og á eftir. Get nú samt vel ímyndað mér að leikurinn verði mjög taugatrekkjandi.