Leikurinn í gær var svo spennandi, við stóðum meirihlutann af síðustu mínútunum og héldum í vonina að þeir myndu ná að vinna með meira en 8 marka mun. En því miður heppnaðist það ekki en strákarnir okkar stóðu sig alveg svakalega vel. Hlakka til að sjá þá á ÓL í ágúst, reyndar frekar erfiður riðill sem við erum í en við eigum nú alveg að geta komist upp úr honum :).
Annars er nú mest lítið að frétta, fórum í Fjölskyldu- og Húsadýragarðinn um helgina og Benedikt fannst það ekkert smá skemmtilegt. Greinilegt að hann er líkur foreldrum sínum :) sem dýrka að fara í dýragarða. Árni var líka voðalegur duglegur að reka mig inn í rúm þegar að honum fannst kominn tími á að ég myndi hvíla mig. Finn það alveg að ég þarf að hvíla mig meira þessa dagana og það er voðalega þægilegt að geta lagst upp í rúm í smátíma og safna smá kröftum. Enda er ég eiginlega ekkert búin að finna meira fyrir þessum verkjum þannig að ég er að gera eitthvað rétt.
Svo eru bara 5 vinnuvikur eftir og þá erum við fjölskyldan komin í sumarfrí, það verður rosalega næs. Fyrsta skiptið sem við tökum svona langt sumarfrí saman.
mánudagur, júní 16, 2008
Birt af Inga Elínborg kl. 6/16/2008 10:48:00 f.h.
|