Alltaf nóg að gera á þessu heimili. Fórum í þrítugsafmæli til Bigga á föstudaginn, vorum reyndar bæði róleg og vorum komin heim um miðnættið enda var litli grislingurinn ekki í næturpössun. Samt alveg nauðsynlegt að komast út saman öðru hvoru.
Á laugardaginn fór ég svo og pakkaði inn öllum gjöfunum fyrir mömmu og pabba, þ.e.a.s. þeim gjöfum sem þau eru búin að kaupa sem er nú reyndar meirihlutinn.
Restin af helginni fór í að rífa allt út úr herberginu hans Benedikts, erum semsagt loksins að taka það í gegn. Fyrrverandi eigendur skildu dálítið eftir í herberginu, skrifborð og nokkrar hillur og það tók semsagt mest alla helgina og hálfan daginn í dag að losa þetta allt, skrifborðið var m.a.s. boltað fast, einum of mikið fest fyrir okkar leyti. En við hjónin vorum svo heima í dag og máluðum okkar herbergi og ætlum að mála herbergið hans Benedikts á morgun. Voðalega fínt þegar að þetta verður búið, ekki það skemmtilegasta í heimi að hafa drasl alls staðar með svona lítinn strump sem vill skoða allt og verður ekki sáttur þegar að hann fær það ekki :).
mánudagur, desember 03, 2007
Birt af Inga Elínborg kl. 12/03/2007 10:06:00 e.h.
|