Morguninn í dag var alveg yndislegur. Ég fór nefnilega í lúxusandlitsbað sem Helga, Hrönn og Ásta gáfu mér í afmælisgjöf. Ég var líka búin að panta mér vax og litun/plokkun þannig að ég var á snyrtistofunni í tæpa 3 tíma. Þetta andlitsbað er algjört æði, ég sofnaði þegar að hún var að nudda mig og slappaði alveg þvílíkt af. Enda þarf ég á því að halda þessa dagana, ég fúnkera bara ekki með svona mikið drasl í kringum mig og þar sem að Benedikt fer ekki til dagmömmunnar fyrr en á þriðjudaginn í næstu viku þá verður íbúðin okkar í rúst þangað til. En það var semsagt alveg æðislegt að komast aðeins út og láta dekra aðeins við sig :).
|