Nóg að gera þessa dagana við að koma íbúðinni í lag eftir breytingarnar. Eigum reyndar ekkert svo mikið eftir, taka geymsluna aðeins í gegn til að koma dóti fyrir, hengja upp nokkrar myndir og svo taka jólaþrifin við :).
Annars fórum við Árni í fertugsafmæli til vinar hans Árna í gær, Benedikt fór í næturpössun þannig að við sváfum bæði út í morgun. Oh það er svo næs að geta það af og til, alveg nauðsynlegt til að hlaða batteríin.
Reyndar er ég í voðalega litlu jólastuði, skil það ekki alveg. Hlakka alveg svakalega til jólanna með Árna, Benedikt og Snúð og að sjá Benedikt með fyrsta pakkann sinn og hvernig hann bregst við jólatrénu o.s.frv. en ég finn einhvern veginn ekki jólastemninguna inni í mér. Veit í raun ekki hvað vantar upp á. Kannski er það að ég er ekki búin að heyra uppáhalds jólalagið mitt á þessari aðventu, set það á núna og athuga hvort að ég komist ekki í jólaskapið :).
sunnudagur, desember 16, 2007
Birt af Inga Elínborg kl. 12/16/2007 08:01:00 e.h.
|