þriðjudagur, desember 11, 2007

Búin að vera innilokuð í rúma viku vegna þess að Benedikt náði sér í RS - vírusinn. Hann fór semsagt til dagmömmunnar í dag og var ekkert smá glaður að komast aftur út :). Ég fór hinsvegar bara að útrétta, um að gera að nýta tímann fyrst að maður er í fríi. Fór í Kringluna og setti 2 jólapakka undir Mæðrastyrkstréð. Alltaf gott að geta gefið þeim sem þurfa á því að halda. Það eru greinilega fleiri á þeirri skoðun því að það er gjörsamlega fullt af pökkum undir trénu. Vonandi gleður þetta litlar sálir um jólin.

Annars er ég byrjuð að pússla hið árlega pússl. Árni gaf mér alveg svakalega sætt pússl með hundi, ketti og ungum. Oh ég dýrka að sitja á kvöldin með jólaöl, konfekt og smákökur, hlusta á jólalög og pússla.