sunnudagur, nóvember 25, 2007

Voðalega mikið að gerast þessa helgi. Fórum á jólahlaðborð með frændsystkinum hans Árna á föstudaginn. Alltaf gaman að hitta fjölskylduna en við mælum ekki að fara á jólahlaðborð á Hereford, maturinn var gjörsamlega óætur. En við spjölluðum bara þeim mun meira við frændfólkið, flest þeirra hitti Árni seinast fyrir 15 árum eða eitthvað álíka.

Á laugardaginn náðum við að klára jólagjafirnar sem þýðir að við þurfum ekki að stíga fæti inn í Kringluna/Smáralind í desember, oh hvað ég er sátt við það. Finnst alveg nóg af fólki í búðunum núna, hvað þá eftir viku. Um kvöldið fórum við svo á jólahlaðborð á Nordica með Karen og Grétar. Það var svo gaman þar, maturinn náttúrulega æðislegur og félagsskapurinn frábær :). Það sem setti punktinn yfir i-ið var að Stebbi og Eyfi sungu nokkur lög, alveg yndislegt að heyra þá syngja.

Í dag er svo planið að baka jólasmákökur, fyrst að ég er búin að skreyta íbúðina þá verður líka að fylla hana af jólailmi.