Jæja, þá er afmælisdagurinn minn búinn. Alltaf svo gaman að eiga afmæli og ekki verra þegar að vinirnir koma í partý til að samgleðjast. Fékk fullt af fallegum gjöfum, takk allir fyrir mig.
Ég, Helga og Ásta kíktum svo niður í bæ á Glaumbar og dönsuðum smá. Lenti reyndar í því að jakkanum mínum var stolið, ekki góður endir á kvöldinu en það er ekkert við því að gera.
Svo eru næstu 5 helgar allt í einu orðnar fullbókaðar. Síðbúinn haustfagnaður, þrenn jólahlaðborð og 2 þrítugsafmæli. Allt of mikið í einu, reyndar alltaf gaman að komast út og hitta annað fólk en þegar að maður er kominn með lítið kríli þá er ekki svo auðvelt að finna pössun fyrir svona marga atburði :).
sunnudagur, nóvember 11, 2007
Birt af Inga Elínborg kl. 11/11/2007 09:11:00 e.h.
|