Ég er eitthvað svo týnd þessa dagana varðandi námið mitt og vinnu. Ég veit nákvæmlega ekkert hvað ég vil. Ég lít yfir starfsauglýsingar og sé kannski eitthvað, sem miðað við mitt nám, ætti að vekja áhuga hjá mér en ég finn engan áhuga innan í mér. Skil þetta ekki, mér fannst námið mitt alveg svakalega skemmtilegt og spennandi en ég virðist ekki hafa neinn áhuga á að vinna við það. Ég er alveg komin í hring með það hvað ég á að gera, stakk m.a.s. upp á því við Árna að mig langaði kannski bara aftur í skóla en hinsvegar vissi ég eiginlega ekki hvað mig langaði að læra. Ég hef aldrei á ævinni verið svona óákveðin og mér finnst það ekki gott. Ég veit alveg að ég er ekkert sú eina sem ákveður að fara að læra eitthvað annað en það sem að mér finnst óþægilegt er að ég veit ekkert hvort mig langar að læra meira (og þá hvað) eða þá hvort að mig langi að vinna við sálfræðina eða ekki. Vildi bara að ég gæti ákveðið mig og hætt að velta mér upp úr þessu.
Við kíktum í síðbúinn haustfagnað hjá Íslenskri erfðagreiningu á föstudaginn, þar var m.a. verið að halda upp á nýja vefinn sem Árni var að forrita :), ekkert smá flott hjá þeim. Þetta var semsagt ástæðan fyrir því að hann var eiginlega ekkert heima í 6 vikur, vann m.a.s. í tæpan sólarhring rétt áður en vefurinn fór í loftið.
sunnudagur, nóvember 18, 2007
Birt af Inga Elínborg kl. 11/18/2007 09:17:00 f.h.
|