Við hjónin fórum í dag og heimsóttum Helgu, Frey og litla prinsinn á spítalann. Oh maður er ekkert smá sætur, alveg eins og mamma sín :).
Annars fór mestallur dagurinn í að hjálpa Sollý systur að tæma íbúðina sína en hún flytur til Englands á þriðjudaginn. Frekar skrýtið að hugsa til þess að hún og börnin hennar séu að flytja til annars lands og missa af uppvexti barnanna en maður verður bara að vera duglegur að heimsækja þau. Vona bara að þeim eigi eftir að líða vel.
Á morgun er svo afmælisboð hjá Ingibjörgu skvís, alltaf gaman að vera boðin í afmæli og hitta vinkonurnar. Ingibjörg er orðin svaka myndarleg enda komin ca. 32 vikur á leið með annað barnið sitt. Það eru allir annaðhvort ófrískir eða með nýfædd börn í kringum okkur þessa dagana :) sem er bara skemmtilegt því að það er svo yndislegt að knúsa þessi litlu kríli.
laugardagur, apríl 29, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 4/29/2006 11:03:00 e.h.
|