mánudagur, apríl 10, 2006

Það er svo yndislegt að vera flutt heim. Búið að vera nóg að gera síðan að við komum, hittum m.a. Karen og Grétar í hádegismat á Vegamótum, fórum í kvöldmat til Helgu sem á nú bara að fara að eiga á næstu dögum enda orðin þvílíkt stór :), heimsókn til Hrannar og Axels og kveðjupartý hjá Sollý systur en hún er að flytja til Englands í lok mánaðarins. Við systurnar skelltum okkur einmitt á Glaumbar eftir partýið og tókum nokkur dansspor, alltaf gaman að fara á Glaum. Hinsvegar eigum við ennþá eftir að knúsa Snúðinn okkar, komumst ekki til þess í seinustu viku þannig að ég hlakka svaka mikið til að hitta hann á eftir.

Reyndar dó Sóli, hundurinn þeirra Hrannar og Axels, á fimmtudagsnótt. Greyið manns, maður var orðinn svo veikur en við gátum því miður ekki kvatt hann. En honum líður allavega betur núna.

Svo er pínku skrýtið að hugsa til þess að maður þurfi að fara að læra. Alltaf þegar að við höfum komið til Íslands þá höfum við verið í fríi en nú þýðir það ekki. Aðeins 45 dagar þangað til að ég þarf að senda ritgerðina til Danmerkur. En hinsvegar verður nóg að gera næstu daga til að lyfta sér upp. Skírn hjá Ástu og Ívari á fimmtudag, spilakvöld á fimmtudagskvöld, partý á laugardag og svo auðvitað páskaeggin :).