sunnudagur, apríl 23, 2006

Það er enginn tími til að skrifa þessa blessuðu ritgerð því að maður er alltaf svo upptekinn við að hitta annað fólk :). Skemmti mér þvílíkt vel á miðvikudaginn með Jósu, fórum fyrst á Kaffibrennsluna og spjölluðum um heima og geima. Ég spurði hana svo hvert hana langaði að fara og hún sagði Glaumbar (greinilega búin að smita hana) þannig að við kíktum þangað. Reyndar var nú eitthvað voðalega dauft þar inni þannig að við fórum bara fljótlega heim.

Á föstudaginn buðu Helga og Freyr okkur og Karen & Grétari í mat. Reyndar komst Árni ekki vegna deadline á einhverju í sambandi við ritgerðina en við skemmtum okkur bara líka fyrir hann. Helga er orðin þvílíkt mikil um sig enda komin viku framyfir í dag, þeim er nú eitthvað farið að lengja eftir litla krílinu.

Í gær var svo þrítugsafmæli hjá henni Beggu, geðveik íbúð sem þau búa í, frábærar veitingar og vínið flæddi út um allt. Fórum svo niður í bæ þar sem að ég hitti Hrönn og við skelltum okkur einu sinni enn á Glaumbar og dönsuðum eins og við fengjum borgað fyrir það. Ekkert smá gaman.

Svona í lokin þá langar mig:
* að fá Snúðinn okkar aftur á heimilið, minnst 9 mánuðir í að það gerist :(
* að eiga einhvern pening og fara þá til Bandaríkjanna í verslunarferð
* að geta keypt okkur bíl
* að geta keypt okkur íbúð
* að ég væri búin með ritgerðina og komin með framtíðarvinnu

En þegar að maður lítur á björtu hliðarnar:
* á ég yndislegan mann sem tekst alltaf að peppa mig upp þegar að ég er í svartsýniskasti
* á ég frábæra vini og fjölskyldu
* við erum flutt aftur til Íslands
* erum við alveg að verða búin með námið okkar
* bara mánuður eftir af ritgerðarvinnu
* er sumarið alveg að koma og með því fylgir grillmatur, matarboð, útilegur o.fl.
* er ég komin með sumarvinnu

Og þar sem að peningar geta ekki keypt hamingju eða vini & fjölskyldu sem styðja okkur í öllu sem að við gerum og alltaf er hægt að leita til þá vega björtu hliðarnar þó nokkuð mikið meira og því verður maður bara að vona að allt hitt reddist að lokum.